fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Dómari í Landsrétti fékk tugi milljóna fyrir aukastarfið – Almennt bannað en fékk undanþágu frá reglunum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 08:56

Davíð Þór Björgvinsson. Mynd- Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar og Landsréttardómari, hefur fengið greiddar hátt í 30 milljónir króna fyrir að sinna störfum í gerðardómi í þremur málum, samhliða störfum sínum í Landsrétti, milli áranna 2016 og 2020.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Samkvæmt reglum um aukastörf dómara er þeim bannað að taka að sér önnur störf samfara dómarastörfum sínum, nema þeir fái sérstaka undanþágu frá nefnd um dómarastörf.

Davíð segir við Fréttablaðið að hann hafi fengið þá heimild, en Fréttablaðið hefur eftir ónefndum lögmönnum að þó svo aukastörf hafi tíðkast meðal dómara, þá þekkist það ekki að þau séu það tímafrek og umfangsmikil að launin hlaupi á tugum milljóna.

Davíð var skipaður til málanna þriggja sem hlutlaus aðili og telur nefndin um dómarastörf að þess vegna hafi honum verið heimilt að ljúka þeim gerðarmálum.

Davíð er nokkuð eftirsóttur, en hann hefur tekið að sér ýmis aukastörf, kennslustörf við Háskólann í Reykjavík, rannsóknarprófessors við HÍ, auk þess að vera oddamaður í starfsráði Icelandair.

Þá fékk hann greidda eina og hálfa milljón fyrir lögfræðiráðgjöf sína til ríkislögmanns vegna greinagerðar í Landsréttarmálinu til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2018.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling