fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Reyndi að ljúga að vinum sínum en milljónir manna vissu sannleikann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt frægasta atvik seinni ára í ensku úrvalsdeildinni átti sér stað árið 2013, þegar Luis Suarez þá framherji Liverpool beit Branislav Ivanovic þá varnarmann Chelsea.

Suarez hafði áður verið gómaður við að bíta andstæðing þegar hann lék með Ajax í Hollandi. Hann beit svo aftur andstæðing sinn á HM í knattspyrnu sumarið 2014.

Milljónir manna höfðu séð Suarez bíta Ivanovic í beinni útsendingu en hann reyndi að ljúga að samherjum sínum.

,,Þegar hann kom inn í klefa, þá neitaði hann fyrir allt. Hann vonaðist eftir því að myndavélarnar myndu sjá þetta,“ sagði Jamie Carragher þegar hann ræðir atvik við Sky í dag.

,,Hann missti af fjórum eða fimm leikjum í upphafi næstu leiktíðar, þar gat Liverpool orðið meistari og hann var besti maður liðsins.“

,,Það kom tap gegn Southampton og jafntefli gegn Swansea, fimm töpuð stig og Suarez í banni. Hann var frábær þetta tímabilið og hefði getað skipt sköpum þar. Bannið hafði mikil áhrif á Liverpool.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá