Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Bin Salman verður ef þetta gengur í gegn ríkasti eigandi að knattspyrnufélagi í heimi á eftir eiganda Manchester City.
Eigandi RB Salzburg er í þriðja sæti og Andrea Agnelli eigandi Juventus er einnig ofarlega á lista.