fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Arsenal og United gætu grætt svakalega á því ef deildin klárast ekki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Manchester United fá líklega Meistaradeildarsæti á silfurfati ef ekki tekst að klára deildina. Ensk blöð segja frá.

UEFA fundaði með með aðildarlöndum sínum á dögunum og þar var málið rætt.

Það er til skoðunar að UEFA taki þá inn félög samkvæmt styrkleikalista sem sambandið heldur úti. Þannig kæmust fjögur efstu félög á þeim lista í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Liverpool og Manchester City færu í Meistaradeildina ef styrkleikalistinn yrði notaður, sömu sögu má segja um Arsenal og Manchester United.

Leicester og Chelsea sem sitja í Meistaradeildarsætum í dag gætu því tapað gríðarlega á því ef deildin á Englandi klárast ekki. Arsenal situr í níunda sæti deildarinnar og á litla sem enga möguleika á að komast í Meistaradeildina ef tekst að klára mótið. United situr í fimmta sæti og á góða möguleika.

Styrkleikalisti UEFA tekur mið af fimm síðustu tímabilum í Evrópukeppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“