Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er klár í að selja Diogo Dalot í sumar. Frá þessu greina ensk blöð.
Dalot hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili sökum meiðsla. Hann kom til félagsins sumarið 2018.
Jose Mourinho keypti Dalot frá Porto en bakvörðurinn ungi hefur ekki náð að festa sig í sessi.
Solskjær fékk Aaron Wan-Bissaka síðasta sumar, sá hefur eignað sér stöðu hægri bakvarðar til framtíðar.
Dalot er hæfileikaríkur en meiðsli og klaufaskapur innan vallar hafa orðið til þess að Solskjær er reiðubúinn að selja hann.