Loris Karius, markvörður Liverpool hefur farið í hart við Besiktas þar sem hann er á láni. Ástæðan eru vandræði hans við að fá laun sín.
Karius er á láni hjá Besiktas fram á sumar en hann hefur ekki fengið laun sín í fjóra mánuði.
Þýski markvörðurinn er að klára annað árið sitt hjá Besiktas en óvissa er með framtíð hans, líklega á hann sér enga framtíð hjá Liverpool.
Liverpool losaði sig við Karius eftir hræðileg mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018. Síðan þá hefur Liverpool orðið að besta liði Evrópu.
Karius hefur leitað til FIFA og vill að samningi sínum við Besiktas verði rift vegna þess að félagið borgar enginn laun.