fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Kom ungur að árum til Íslands og varð vitni að hræðilegu heimilisofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 14:00

© 365 ehf / Jóhanna K Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það fer ekkert meira i taugarnar á mér en heimilisofbeldi gegn konum. Þurfti að alast upp við það allt mitt líf nánast. Þangað til eg varð “fullorðin” og þorði að stoppa það,“ skrifaði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks á Twitter á dögunum.

Varnarmaðurinn knái kom ungur að árum til Íslands frá Serbíu, skömmu eftir komuna til Ísands fór móðir hans að hitta íslenskan karlmann.

Fljótlega fór Damir að verða var við heimilisofbeldi gegn móður sinni en hann hafði þá búið á Íslandi í rúm fimm ár.

,,Þetta gekk á í nokkur ár. Ég varð fyrst var við þetta 15-16 ára og þetta var gróft,“
sagði Damir í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net sem birtist í dag.

Damir varð einnig fyrir ofbeldi frá þessum manni en þorði ekki að tala við lögregluna. ,,Kærastinn hennar hefur líka tekið í mig þegar ég var yngri en ég hélt þessu inní mér og þorði ekki að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu,“ sagði Damir við Fótbolta.net.

,,„Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins,“ sagði Damir en móðir hans lést árið 2017.

Af vef lögreglunnar:
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum.

Vissir þú að ofbeldi er þegar einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra. Ofbeldi gegn börnum getur tekið á sig ýmsar myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal
433Sport
Í gær

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir