Liverpool taldi nánast öruggt að 142 milljónir punda kæmu inn á bankabók félagsins þegar Philippe Coutinho var seldur í janúar árið 2018.
Coutinho setti mikinn þrýsting á fara til Spánar en hann lék í eitt og hálft ár með liðinu, áður en hann var lánaður til FC Bayern.
Coutinho verður til sölu í sumar, ef ekert félag vill borga 75 milljónir punda fyrir hann verður Coutinho lánaður.
Nú segja ensk blöð að sú staðreynd að Coutinho spili líklega ekki aftur fyrir Barcelona, kosti Liverpool 35 milljónir punda.
Í samningi Barcelona og Liverpool er varðar Coutinho, eru bónusar fyrir afrek hans og spilaða leiki. Líklega verður ekkert af þeim greiðslum og fær Liverpool því ekki 6 milljarða inn á bankabók sína.