fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Vill að Facebook greiði fyrir fréttadeilingar á Íslandi – „Fréttaveitur svelta, sérstaklega núna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. apríl 2020 13:15

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tekur undir hugmyndir stjórnvalda í Ástralíu um að skikka netrisa á borð við Facebook og Google til að greiða fréttaveitum fyrir það fréttaefni sem deilt er með miðlum þeirra. Hann segir á Facebook að ellegar kunni blaðamennska að lognast út af:

„Netrisarnir soga til sín megnið að öllum auglýsingatekjum á netinu og græða meðal annars drjúgt á fréttaefni. Fréttaveitur svelta, sérstaklega núna. (Hægri) stjórnin í Ástralíu sér að þetta gengur ekki og vinnur nú að lögum til að skikka risana til að greiða fyrir efnið. Það verður að taka á þessu ef blaðamennska á ekki að lognast útaf. Það væri óvitlaust að færa umræðuna í þennan farveg á Íslandi.“

Kristinn deilir frétt The Guardian um að Facebook hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með þessar hugmyndir hægri stjórnarinnar í Ástralíu. En ef af þessu verður er útséð að kostnaður netrisana verði gríðarlegur, en á Spáni var farin svipuð leið sem varð þó til þess að Google dró fréttaveitu sína alfarið til baka og í Frakklandi hefur Google og Facebook þverneitað að borga fyrir slíka notkun.

Fjölmiðlar í Ástralíu berjast nú í bökkum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, líkt og víðast hvar annarsstaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn