fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Þetta er reglan sem Hjörvar Hafliðason myndi breyta

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 13:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrna er vinsælasta og stærsta íþrótt í heimi, en ýmislegt getur betur farið þegar kemur að regluverkinu í kringum leikinn fagra.

Benedikt Bóas Hinriksson, fréttamaður á Fréttablaðinu bað nokkra sérfræðinga um hugmynd af breytingum á reglum.

,,Ég myndi afnema markspyrnuna. Þegar andstæðingur setur boltann aftur fyrir endamörk myndi markvörður þá taka boltann upp eins og við þekkjum úr handboltanum til dæmis og þyrfti að losa sig við hann á innan við sex sekúndum,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið.

Hjörvar var sjálfur markvörður og segir að þarna geti menn oft byrjað að tefja án þess að tekið sé eftir.

,,Því margir markmenn eru góðir í, og ég var það sjálfur, að gefa sér um mínútu í markspyrnu. Stilla boltanum upp, græja einhvern hól, græja þetta og gera hitt. Svo er aldrei byrjað að spjalda þá fyrr en seint í síðari hálf leik. Ég held að þetta yrði fótboltanum til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“