fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Þetta er reglan sem Hjörvar Hafliðason myndi breyta

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 13:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrna er vinsælasta og stærsta íþrótt í heimi, en ýmislegt getur betur farið þegar kemur að regluverkinu í kringum leikinn fagra.

Benedikt Bóas Hinriksson, fréttamaður á Fréttablaðinu bað nokkra sérfræðinga um hugmynd af breytingum á reglum.

,,Ég myndi afnema markspyrnuna. Þegar andstæðingur setur boltann aftur fyrir endamörk myndi markvörður þá taka boltann upp eins og við þekkjum úr handboltanum til dæmis og þyrfti að losa sig við hann á innan við sex sekúndum,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið.

Hjörvar var sjálfur markvörður og segir að þarna geti menn oft byrjað að tefja án þess að tekið sé eftir.

,,Því margir markmenn eru góðir í, og ég var það sjálfur, að gefa sér um mínútu í markspyrnu. Stilla boltanum upp, græja einhvern hól, græja þetta og gera hitt. Svo er aldrei byrjað að spjalda þá fyrr en seint í síðari hálf leik. Ég held að þetta yrði fótboltanum til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn