fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Lífskjarasamningurinn í uppnámi – Ríkið þarf að efna fyrirheit um húsnæðismál og verja þarf kaupmáttinn segir formaður VR

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 08:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þótt ákvæði lífskjarasamningsins um styttingu vinnuvikunnar, lækkun vaxta og fleiri atriði hafi gengið eftir sé lykilmálum á borð við húsnæðismálin enn ólokið og að samningnum verði sagt upp ef ekki verður staðið fyrir fyrirheit stjórnvalda um húsnæðismál.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.

„Þetta eru svo stór atriði að við getum ekki litið fram hjá þeim. Við erum að fara inn í maí og það stefnir í að ríkisstjórnin ætli ekki að afgreiða frumvörp um fyrstu kaupa lánin á íbúðum, um leiguverndina og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Frumvörpin eru tilbúin. Það tók eitt og hálft ár að vinna þau. Þessi mál hafa ekki einu sinni verið lögð fram á þingi. Þau voru hluti af lífskjarasamningnum og ef þau verða ekki afgreidd er samningurinn fallinn af okkar hálfu.“

Er haft eftir honum í blaðinu í dag. Hann sagði einnig að ljóst sé að verðlagsþróun verði neikvæð næstu mánuði og misseri, birgjar séu að hækka verða á nauðsynjavörum um allt að 10 prósent og erlendir birgjar jafnvel um tugi prósenta. Gengið hafi þegar veikst um 17 prósent og muni veikjast enn frekar ef ekkert verður að gert. Af þessum sökum sé kaupmáttarhluti lífskjarasamningsins í algjöru uppnámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu