fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Biðst afsökunar fyrir hönd RÚV – „Þessi kynning ef kynningu skal kalla var hneyksli“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi þingmanni og ráðherra Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, var ekki skemmt yfir stuttmyndinni Gone, eftir Veru Sölvadóttur og Helenu Jónsdóttur, sem var endursýnd á RÚV þann 8. apríl.

Sighvatur tekur það að sér að biðjast afsökunar á gjörningnum fyrir hönd RÚV, í grein í Morgunblaðinu í dag, en í myndinni sést Ingvar E. Sigurðsson bregða á leik við Gljúfrastein, heimili nóbelsskáldsins Halldórs Laxness.

Sighvatur var ekki hrifinn af „skrípalátum“ Ingvars:

„Ríkissjónvarpið að kvöldi 8. apríl birti myndskreytingu frá heimili Nóbelsskáldsins okkar, sem sýndi vinsælan og vel metinn leikara í skrípalátum innan um húsbúnað og búsmuni Halldórs Laxness eins og hann skildi við þá fyrir andlátið. Eins og væri hann að draga dár að látnum rithöfundi með hljómtæki á eyrunum, klæddur í hvíta skyrtu og viðhafnarbúning velmetinna og með lakkskó á fótum, patandi og potandi út í loftið, baðandi báðum höndum út og suður, aftur og fram, gizka alvarlegur á svip, ekki mælandi eitt orð frá munni en stöðugt á hreyfingu frá herbergi til herbergis, upp og niður stiga, út og suður á sundlaugarlóð, gizka alvarlegur á svip – auðsjáanlega búandi yfir mikilli visku og þekkingu, sem aldrei var þó látin í ljós. Ekki mælt eitt orð um eða til þessa höfuðsnillings orðsins listar,“

segir Sighvatur, augljóslega yfir sig hneykslaður:

„Þessi kynning ef kynningu skal kalla var hneyksli. Hneykslanleg fyrir okkur, sem kynntumst og dáðum Halldór Laxness. Hneykslanleg fyrir þá, sem ekki þekkja hann – en þeir munu víst vera til hérlendis og þeir allmargir. Hneykslanleg fyrir Ríkisútvarpið og þá menningarstarfsemi, sem RÚV er ætlað að standa vörð um og sinna. Ég veit að það er ekki mitt hlutverk – en má ég samt biðja samborgara mína afsökunar fyrir hönd RÚV. Þeir munu nefnilega ekki gera það sjálfir. Kunna það víst ekki. Þannig er málum komið.“

Tilnefnd til Edduverðlauna – Engar kvartanir

Sem fyrr segir er um stuttmyndina Gone að ræða, sem fyrst var sýnd á RÚV árið 2016, en var endursýnd þann 8. apríl.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir við Eyjuna að engar kvartanir hafi borist til RÚV vegna sýningar á myndinni, en var tilnefnd til Edduverðlauna sem besta stuttmyndin árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn