fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Hvað gerðist eftir Tiger King? Hvar eru tígrisdýrin?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 05:55

Joe Exotic með einu tígrisdýra sinna. Mynd:Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin „Tiger King“, sem er aðgengileg á Netflix, hefur tekið heiminn með trompi að undanförnu. Í henni er meðal annars fylgst með ókrýndum konungi tígrisdýraeigenda í Bandaríkjunum, Joe Exotic, sem á G.W. Zoo. Hann situr nú í fangelsi en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að hafa fengið leigumorðingja til að gera út af við Carole Baski, einn helsta gagnrýnanda hans. En hvað varð um tígrisdýrin hans Joe?

Carole Baskin var allt annað en sátt við meðferðina sem tígrisdýrin fengu hjá Joe en hún rekur Big Cats Rescue dýraathvarfið þar sem kattardýr fá að eyða ævinni. Til að losna við að heyra meira frá henni fékk Joe leigumorðingja til að gera út af við hana. Það kostaði hann 22 ára fangelsisdóm þrátt fyrir að Carole hafi ekki verið myrt.

Í Tiger King kemur fram að annar áhugamaður um tígrisdýr, Jeff Lowe, hafi tekið við rekstri G.W. Zoo en þrátt fyrir það eru mörg af tígrisdýrum Joe nú farin úr garðinum og eru í dýraathvarfi en þó ekki hjá Carole. 39 tígrisdýr og þrír birnir voru fluttir úr G.W. Zoo í Oklahoma til Keenesburg í Colorado þar sem dýrin munu eyða restinni af ævinni í Wild Animal Sanctuary. CNN skýrir frá þessu.

Í nóvember 2017 var sú ákvörðun tekin að Jeff Lowe, sem nú á G.W. Zoo, skyldi afhenda athvarfinu í Colorado dýrin. Þar eru rúmlega 520 dýr sem hefur verið tekið við úr dýragörðum og frá einstaklingum. Þar á meðal eru tígrisdýr, birnir, úlfar og hýenur.

Munurinn á Wild Animal Sanctuary og G.W. Zoo er að í þeim fyrrnefnda er tekið við dýrum frá öðrum og reynt að veita þeim gott líf. Þau eru ekki notuð til undaneldis og gestir fá ekki að snerta þau. Þar hafa dýrin einnig mikið pláss til að hreyfa sig og þau fá gott fæði. Í G.W. Zoo fengu dýrin gamalt kjöt frá stórmarkaði en nú fá þau mat sem fullnægir næringarþörf þeirra segir Becca Miceli eigandi garðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir