fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Spáir verstu kreppu í 100 ár og segir verkalýðshreyfinguna skorta jarðtengingu – „Því miður eru sumir í afneitun“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. apríl 2020 08:31

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður eru sumir í afneitun. Skortur á jarðtengingu hjá sumu forystufólki í verkalýðshreyfingunni er ekki nýmæli. Flestir hefðu þó talið að við þessar aðstæður, þar sem allt samfélagið er á hliðinni, væri hægt að hægt ná samstöðu um hófstilltar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjum svo ekki yrði þörf á að ganga lengra en nauðsyn krefur í uppsögnum. Svo reyndist ekki vera af hálfu forseta ASÍ og formanns Eflingar,“

segir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hann dregur fram dökka mynd af því ástandi sem áhrif kórónaveirunnar mun hafa á efnahagslífið hér og í Bandaríkjunum og nefnir að þegar sé ástandið orðið ansi slæmt:

„Heimshagkerfið er að fara að sigla í gegnum dýpri kreppu en sést hefur í meira en hundrað ár. Á tveimur vikum hafa tíu milljónir sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum en sá fjöldi jafngildir rúmlega sex prósentum alls vinnumarkaðarins þar í landi. Það er aðeins byrjunin. Staðan á eftir að versna verulega áður en hægt er að gera sér væntingar um bata í alþjóðlegu efnahagslífi/ Fimmtán þúsund eru nú á atvinnuleysisskrá og þá eru um 25 þúsund manns í hlutabótaleiðinni þar sem ríkið tekur á sig launakostnað þeirra sem eru í skertu starfshlutfalli. Fjöldi atvinnulausra er því í reynd um 40 þúsund, eða rúmlega 20 prósent af vinnumarkaðnum. Viðbúið er að það hlutfall eiga eftir að hækka verulega.“

Setja kíkinn fyrir blinda augað

Hörður segir að aðrir verkalýðsleiðtogar hafi verið tilbúnir að sýna raunsæi og leggja til leiðir sem varið hefðu hagsmuni launafólks og á væntanlega við þá Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson, sem sögðu sig úr miðstjórn ASÍ í mótmælaskyni við að lífeyrisleiðin svokallaða var ekki farin. Segir hann aðra hafa kosið að horfa framhjá vandamálinu og á þá væntanlega við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Drífu Snædal, forseta ASÍ:

„Launahækkanir í miðri alheimskreppu, sem hittir Ísland sérstaklega illa fyrir, hafa augljósar afleiðingar. Verkefnið nú um stundir er ekki að hækka laun heldur, eins og ætla mætti að væri frumskylda þeirra sem stýra stéttarfélögunum, að verja störfin – önnur sjónarmið eru víkjandi hagsmunir. Launakostnaður atvinnulífsins mun aukast um 50 milljarða á ársgrundvelli, eða um fjóra milljarða á mánuði, takist ekki að ná samkomulagi um að fresta þeim hækkunum þangað til betur árar í efnahagslífinu. Öllum má vera ljóst að þessir fjármunir eru ekki til hjá fyrirtækjum landsins. Sá hópur sem nú ræður för innan ASÍ kýs hins vegar að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það væri mögulega léttvægt ef staðan væri ekki eins grafalvarleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“