fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 13:15

Kristján Gunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands, er skráður verjandi sakbornings í dómsmáli sem fyrirtaka verður í við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 21. apríl. Um er að ræða mál þar sem aðili er sakaður meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, og peningaþvætti.

Þann 18. desember greindi DV frá því að Kristján Gunnar héldi oft partý á heimili sínu við Aragötu þar sem væru unglingar og ungmenni meðal gesta og fíkniefna væri neytt. Kom meðal annars fram í fréttinni að ung stúlka hefði verið flutt með sjúkrabíl frá heimili hans vegna ofneyslu fíkniefna.

Á jóladag 2019 var Kristján síðan handtekinn, sakaður um kynferðisbrot. Ekki var hins vegar krafist gæsluvarðhalds yfir honum og því síður var hann ákærður vegna þeirra ásakana. Sjá einnig: Kristján Gunnar handtekinn á jóladag og færður í einangrun

Eftirgrennslanir DV leiddu í ljós að Kristján Gunnar hélt lektorsstöðu sinni við HÍ eftir að þessi hneykslismál komu upp. Hins vegar hafði hann verið tekinn úr kennslu fyrr um haustið vegna óreglu.

Áreiðanlegar heimildir herma einnig að Kristján Gunnar hafi haldið til Bandaríkjanna um áramótin og gengist undir fíknimeðferð. Óvíst er hve lengi sú meðferð varaði.

Ekki náðist samband við Kristján Gunnar við vinnslu fréttarinnar en í talhólfi sínu vísar hann á netfang sitt hjá lögmannastofunni Cato. Kristján er hins vegar ekki starfandi þar lengur og samkvæmt upplýsingum frá Cato hafa aðrir lögmenn á stofunni ekki tekið yfir verkefni hans.

Héraðssaksóknari í dómsmálinu sem hér um ræðir hefur staðfest að engar breytingar hafi verið gerðar á dagskránni og Kristján er því enn verjandi í málinu. Var hann skipaður í það hlutverk við þingfestingu málsins í desember síðastliðnum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“