fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Snákaolíusölumenn nýta sér Covid-19 – Auglýsa lofthreinsandi hálsmen, töfralyf og vítamínkúra

Auður Ösp
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónaveiran hefur gefið svokölluðum snákaolíusölumönnum byr undir báða vængi. Í kjölfar þess að Covid-19 faraldurinn breiddist út hafa mörg þúsund sölusíður sprottið upp þar sem fólki býðst meðal annars að kaupa magvíslegan varnarbúnað, endurlíkingar af andlitsgrímum eða jafnvel heimapróf fyrir kórónaveiruna. Margar af þessum síðum eru settar upp  á einfaldan hátt í gegnum Shopify forritið og þá er einnig hægt að finna sölusíður á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem birtist á vef The New York Times.

Kaupa vörur af AliExpress og selja

Undanfarin ár hefur Shopify þjónustan notið mikilla vinsælda. Í gegnum Shopify getur hver sem sett upp sölusíðu á netinu svo lengi sem viðkomandi er með netfang og kreditkort.

Undanfarna tvo mánuði hefur Shopify vefverslunum með nöfnum sem innihalda orðin „corona“ eða „covid“ fjölgað ört, og þá eru ekki taldar með sambærilegar vefverslanir sem hafa verið stofnaðar nýlega og bera titla sem innihalda ekki þessi tvö orð.

Á einni af þessum Shopify síðum er til dæmis hægt að kaupa einhvers konar súrefnisvél til heimanota (oxygen concentration machine). Önnur netverslun býður upp á sérstök hálsmen; örsmá lofthreinsitæki sem gengið er með um hálsinn. Fullyrt er að tækin veiti „vernd gegn veirunni allan daginn.“

Þá er ein verslun sem gengur skrefinu lengra og býður upp lyf í töfluformi fyrir 299 dollara. Fullyrt er að ein tafla veiti vörn gegn veirunni í 30 daga.

Þá hafa fjölmargar síður sprottið upp þar sem hægt er að kaupa  einhverskonar heimapróf til að greina veiruna. Það þarf varla að taka það fram þessi heimapróf hafa ekki verið samþykkt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu.

Hér má sjá dæmi um falska vöru frá kínverskri sölusíðu: Eftirlíkingu af andlitsgrímu fyrir börn

Í grein New York Times kemur fram að stór hluti seljandanna  kaupi umræddar vörur af þriðja aðila, þá oftast af kínverskum sölusíðum, og selji svo áfram.

 Í samtali við New York Times segir Amy Huft, upplýsingafulltrúi Shopify, að fyrirtækið hafi nýlega lokað 4.500 vefsíðum þar sem Covid-19 tengdur varningur var til sölu. Þá fullyrðir hún að fyrirtækið sinni eftirliti með þeim síðum sem selja vörur tengdar veirunni.

Þá segir talskona Alibaba, sem rekur kínversku sölusíðuna Aliexpress, að seljendum AliExpress sé frjálst að bjóða heimapróf til sölu. Sala á heimaprófum fyrir kórónaveiruna hafi hins vegar verið bönnuð eftir að faraldurinn breiddist út.

Þá er einnig rætt við Mike Schmidt, stofnanda Dovetale sem bendir á hversu auðvelt það er að selja COVID-19 tengdar vörur  í gegnum Shopify. Líkt og fyrr segir getur hver sem er stofnað þar netverslun án þess að þurfa að uppfylla ákveðna staðla eða hafa tilskilin leyfi. Viðkomandi seljandi getur síðan boðið hvaða varning sem er til sölu, jafnvel lyf og lækningavörur.

Sumir bjóða lækningu

Í lok febrúar var greint frá því að Amazon sölusíðan hefði lagt bann sölu á yfir milljón vörum sem áttu ýmist að veita vörn gegn veirunni, eða jafnvel lækningu.

Um var að ræða vörur á borð við andlitsgrímur, sótthreinsiklúta, nýútkomnar bækur um veirusýkingar og þá var einnig hægt að kaupa C vítamínkúra sem fullyrt var að myndu lækna fólk af veirunni.

Þá fjarlægði Etsy sölusíðan auglýsingu þar sem seljandi bauð upp sérstaka teblöndu sem fullyrt var að gæti drepið hvaða veiru sem er, og jafnframt hreinsað eiturefni úr líkamanum.

Skjáskot af Etsy.com

Margar síður tengdar við netglæpi

Á hverjum degi spretta síðan upp nýjar Covid-19 tengdar sölusíður sem ekki eru settar upp í gegnum Shopify. Flestar af þeim síðum sem blaðamenn New York Times könnuðu hafa verið stofnaðar einhvern tíma á undanförnum tveimur vikum. Hægt er að finna síður á hinum ýmsu tungumálum, svo sem ensku, frönsku, spænsku, þýsku og íslensku.

Chad Anderson, sem starfar við rannsóknir hjá netöryggisfyrirtækinu DomainTools, segir að í febrúar síðastliðnum hafi sprottið upp rúmlega hundrað nýjar síður á dag tengdar Covid-19 faraldrinum. Í dag er sú tala komin upp í tvö þúsund. Talið er að rúmlega helmingurinn séu síður tengdar einhverskonar netglæpastarfsemi, eins og vefveiðum, persónuþjófnuðum og notkun á spilliforritum og gíslatökuforritum.

Skjáskot af Amazon.com

Fjölmargir af þessum söluaðilum hafa birt auglýsingar á Facebook og Instagram, þrátt fyrir að slíkar auglýsingar séu bannaðar inni á samfélagsmiðlunum. Á dögunum tilkynnti Instagram að lagt hefði verið bann á auglýsingar fyrir „ákveðnar læknavörur“, þar á meðal andlitsgrímur. Þá hafa margir seljendur hafa auglýst í gegnum Google og einnig eru dæmi um að seljendur hafi farið í samstarf við áhrifavalda á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi