fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Birkir Kristinsson ræðir dvöl sína í fangelsi: „Ég óska engum þess að þurfa að sitja inni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 11:09

Birkir á HM árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður í fótbolta er í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net. Þar fer hann yfir feril sinn en einnig um dvöl sína í fangelsi á Íslandi. Birkir átti frábæran feril sem knattspyrnumaður en starfaði síðan í Glitni fyrir hrun.

Birkir var viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun sem og brotum á lögum um ársreikninga sem sneru að 3,8 milljarða króna láni Glitnis árið 2007 til félags sem var í eigu Birkis.

Birkir fór í fangelsi árið 2015 og vildi fara strax inn, þetta var rétt fyrir jólin 2015 en hann vildi ekki láta það bíða og krafðist þess að hefja afplánun um leið.

„Þetta var í sjálfu sér ömurleg tímasetning. Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg þá myndi ég hefja afplánun strax því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér,“ sagði Birkir í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net.

„Ég fékk að fara inn viku seinna, kom inn á Skólavörðustíginn sunnudeginum á eftir og var fluttur á Kvíabryggju nokkrum dögum seinna. Ég var kominn þangað í kringum 20. des.

Hann segist ekki óska neinum þess að þurfa að sitja í fangelsi. „Þetta voru skrítnir tímar, ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Ég bað ekki um það og langaði ekki til þess en þegar það var kominn dómur var ekkert annað en að fylgja þeim dómi og bíta í það súra epli og takast á við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park