fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var hvorki viðstaddur fæðinguna né hefur hann enn fengið að hitta dóttur sína enda er okkur sjúklingunum haldið aðskildum og gætt fyllsta öryggis í umgengni við okkur svo ekki berist smit til heilbrigðisstarfsfólks, barna eða foreldris þeirra. Auðvitað er þetta súrt og það tekur á að vera ein en ég er þó 100% sammála þessum aðgerðum og fagna því að Rússarnir setji öryggi mitt og dóttur minnar ofar en tímabundin óþægindi mæðra og feðra,“ segir Hildur Sif Thorarensen, 36 ára gömul íslensk kona sem eignaðist barn í Pétursborg í Rússlandi síðastliðinn föstudag.

Hildur er hugsi yfir fréttum um kórónuveirusmit á sængurlegudeild hér á landi sem Vísir.is greindi frá. Nýbakaður faðir sem reyndist smitaður af veirunni hafði verið með móður og barni í fimm daga, meðal annars á vökudeild. Þess má geta að reglur um viðveru feðra hafa nú verið hertar og geta makar nú ekki verið með móður og nýbura á meðgöngu- og sængurdeild eftir fæðingu.

Hildur vill taka skýrt fram að hún álasi alls ekki smitaða föðurnum í þessu máli: „Þetta er ekki honum að kenna, sóttvarnateymið á að setja reglurnar. Almennir borgarar sem fylgja reglum eru ekki sökudólgarnir í svona málum. Ég finn virkilega til með honum,“ segir Hildur sem kann vel að meta þær hörðu reglur sem gilda í Rússlandi þó að erfitt sé fyrir hana að fá ekki að hitta manninn sinn og hann hafi ekki fengið að sjá nýfædda barnið.

Hildur rétt áður en barnið var tekið með keisaraskurði

Hildur er verkfræðingur en hefur einnig fengist við ritstörf og sent frá sér tvær glæpasögur. Hún og maður hennar fluttust til  Rússlands 1. febrúar og eru að vinna í dvalarleyfismálum sínum þar. Vonast þau til að setjast að í landinu. Hún er hrifin af landi og þjóð:

„Við Íslendingar ættum að endurhugsa viðhorf okkar til þessarar vinaþjóðar okkar í austri. Rússar eru stórmannlegir og þetta er flott þjóð sem vert er að kynnast. Ég vona svo innilega að stjórnvöld á Íslandi leggi sig betur fram um að laga samskiptin og opna fyrir viðskipti milli landanna. Það væri allra hagur,“ segir Hildur, en Íslendingar tóku þátt í viðskiptaþvingunum á hendur Rússlandi.

DV sendir Hildi, eiginmanni og fjölskyldu hjartanlegar hamingjuóskir með nýfædda barnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna