fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Frægustu agabrot í sögu Íslands: „Ég fékk mér of mikið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 20:00

Hún drakk ekkert áfengi en varð samt ölvuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það getur reynst dýrkeypt fyrir menn að brjóta agareglur í íþróttum, það kostar iðulega vonda umfjöllun og þá missa menn oft sæti sitt í liðinu.

Svona atvik hafa komið upp í kringum íslenska landsliðið í fótbolta en þau eru þó afar fá.

Hægt er að rifja upp tvö agabrot og eitt atvik sem tengist áfengisneyslu en ekki var um agabrot að ræða.

Frægasta atvikið átti sér stað árið 2011 þegar Veigar Páll Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson fóru í deilur.

Meira:
Þegar allt var vitlaust í kringum íslenska landsliðið: Þjálfarinn var sagður vonlaus og rauk út – ,,Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki“

Frægasta atvikið í kringum landsliðið er líklega árið 2011 þegar Veigar Páll Gunnarsson braut agareglurnar og þáverandi þjálfari liðsins, Ólafur Jóhannesson vísaði honum burt. Veigar fór í viðtöl í Noregi þar sem hann svaraði Ólafi.

„Ég sá hann á hótelbarnum þar sem hann var að drekka,“ sagði Ólafur um málið á sínum tíma.

,,Nei, ég var að drekka kaffi,“ sagði Veigar um málið fræga árið 2011.

„Hann á ekki að koma upp að mér og spyrja hvað í ósköpunum ég sé að gera. „Hvað meinarðu,“ sagði ég og hann svaraði: „Ég sé að þú ert búinn að drekka áfengi.“ Ég er fullorðinn maður. Eitt rauðvínsglas og tveir bjórar skipta engu fyrir leik á móti Kýpur. Ég fékk nóg og dró mig úr landsliðshópnum.“

Seinna meir hefur Veigar tjáð sig um málið og sagt að hann hafi verið drukkinn og dregið í land með fyrri frásagnir um atvikð.

„Við fengum eitthvað fríkvöld. Við áttum að vera mættir upp á hótel klukkan 12 í síðasta lagi. Menn máttu fá sér 1-2 bjóra og hitta fjölskyldu eða vini. Ég er búinn að viðurkenna þetta og segja afsakið til þjóðarinnar. Ég fékk mér aðeins of marga,“ sagði Veigar í Návígi á Fótbolta.net fyrir nokkrum árum.

„Ég var í örlitlu þunglyndi þarna út af öllu því sem gekk á í Noregi. Mér fannst gott að koma heim og langaði að hitta fjölskyldu og vini. Kannski hafði ég það of þægilegt. Ég var mættur á réttum tíma en undir áhrifum. Ég fékk mér of mikið. Óli sá það og ég talaði við hann. Við ákváðum að ég myndi draga mig úr landsliðinu í þessari ferð allavega og seinna meir var ég þannig séð rekinn úr landsliðinu meðan Óli var þarna.“

Veigar Páll er ekki sá eini sem hefur misstigið sig með áfengi í verkefni með landsliðinu. Lárus Orri Sigurðsson gerði slíkt hið sama árið 2002.

„Ég hef ákveðið að draga mig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Litháen eftir að hafa brotið reglur hópsins. Ég harma þessi mistök og vona að liðið og þjálfarinn fái frið til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á miðvikudag,“ sagði í tilkynningu sem Lárus Orri sendi frá sér.

Atli Eðvaldsson þjálfari liðsins á þeim tíma staðfesti að Lárus hefði brotið áfengisreglur.. „Við vorum úti að borða og ég veit ekki hvort einhver hafi fengið sér einn bjór eða ekki. Þetta snýst ekki um það.“

Nýjasta dæmið gerðst árið 2016 þegar Viðar Örn Kjartansson fékk sér í glas áður en hann mætti í verkefni með landsliðinu. Viðar mætti til Ítalíu til æfinga eftir skrall, hann braut engar agareglur.

„Reglurnar eru þannig að það er ekkert áfengi í landsliðsferðum. Það er góð regla hjá okkur og hún hefur staðið. Hvað menn gera áður en þeir koma til landsliðsins stjórnum við ekki. Við getum ekki refsað leikmönnum fyrir hvað þeir gera áður en þeir koma til móts við landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“