fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Fimm ný smit í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. mars 2020 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa fimm ný smit af Kóróna-veirunni greinst í dag hérlendis. Smitin eru því samtals orðin 50.

Þrjú smitanna eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. Tveir þeirra eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Allir búa á höfuðborgarsvæðinu

 

Leiðbeiningar landlæknis fyrir berskjaldaða einstaklinga

Leiðbeiningar Embættis landlæknis fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19 er hægt að nálgast á vef landlæknis.

Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) eftir að fyrstu smit innanlands voru staðfest. Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 28. febrúar sl. Ekki hefur verið lagt á samkomubann.

Á upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis með fjölmiðlum í dag var áréttað að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum með áhættuþætti ættu að forðast fjölmenn mannamót.

Á upplýsingafundinum ræddi Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins aukna getu heilsugæslunnar til að svara fyrirspurnum, sérstaklega í gegnum síma og á Heilsuvera.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fjallaði um stöðu og þróun mála hér á landi sem og erlendis og Alma Möller landlæknir fjallaði um leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór yfir yfirstandandi verkefni almannavarna.

 

Sjá einnig: Smitin eru öll rakin til skíðaferða í Ítalíu og Austurríki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Í gær

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið