fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Áskell er í sóttkví: „Ég vil enga gesti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. mars 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Áskell Jónsson var beðinn um að fara í sóttkví fyrir tíu dögum kom sér vel fyrir hann að hafa aðgang að sumarbústað. Hann hefur undanfarið dvalist einn í bústað á Laugum í Reykjadal og helsta verkenið þar hefur verið að moka snjó enda mikið snjóað á þessum slóðum undanfarið. Áskell hefur rakið sögu sína úr sóttkvínni með myndböndum á Instagram og hefur efnið vakið mikla athygli enda eru landsmenn með hugann við kórónuveiruna þessa dagana.

„Fólk hefur sýnt þessu talsverðan áhuga og vill fá að sjá meira og það er gaman að veita fólki innsýn í líf þeirra sem eru í sóttkví,“ segir Áskell í viðtali við DV. Hann er 34 ára gamall og starfar sem landvörður hjá Umhverfisstofnun.

Áskell dvaldist á Sikiley í febrúarmánuði en var tvær nætur í Torino sem er í Piedmont héraði. Hann keyrði síðan til Mílanó og flaug heim frá Gatwick á Englandi að kvöldi 26. febrúar.

Umræðan um kórónaveiruna var þá ekki komin í algleyming en þar sem Áskell fann fyrir einkennum fór hann í próf. „Ég var með væg einkenni, hósta, hálsbólgu og höfuðverk, svo ég hringdi í heilsugæsluna þann 27. febrúar. Prófið reyndist neikvætt en ég var samt beðinn um að virða sóttkvína í 14 daga,“ segir Áskell.

„Ég er að öllum líkindum ekki með veiruna enda er núna liðinn dágóður tími,“ segir hann ennfremur en hann hefur nú lokið tíu dögum í sóttkví. Helsta verkefnið í bústaðnum hefur verið snjómokstur:

„Hér snjóar reglulega og það er nóg að moka. Það þarf að moka leið í karftöflugeymsluna og moka pallinn og svo var ég að reyna að merkja hlíðina. Þetta er ákveðið verkefni og hreyfing.“

Áskell er langt því frá að vera bugaður af einsemd en segir að áhugi fólks á sögu hans á Instagram létti honum einveruna. „Það dregur úr einsemdinni að ég er búinn að fá mörg skilaboð frá fólki sem er ánægt með þetta og vill fá meira. Maður hefur líka tímann til að skaffa efni núna.“

Áskell ráðgerir að nota síðasta daginn í sóttkvínni til að keyra suður til Reykjavíkur. Hann hvetur fólk eindregið til að virða sóttkvína og fara í einu og öllu eftir ráðleggingum Landlæknis.

„Það hefur enginn komið upp á tún til mín. Ég vil líka enga gesti,“ segir hann.

Til að fylgjast með lífi og störfum Áskells í sóttkvínni skaltu smella hér og velja efnisliðin Sóttkví.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð