fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Farþegi á leið heim sendir frá sér skilaboð – „Við erum öll á leið í sóttkví“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. mars 2020 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem væntanleg er til landsins eftir skíðaferð til Ischgl í Austurríki segir að enginn í hópnum hennar sé lasinn. Hins vegar séu allir á leið í sóttkví. Von er á 74 farþegum með vél frá Verona í dag og fara þeir farþegar allir í sóttkví.

Konan, sem tjáir sig um þetta á Facebook, segir að fólkið taki þessu mjög alvarlega og enginn ætli að reyna að koma sér undan sóttkví. Flestir séu mjög daprir yfir því að eiga ekki eftir að hitta börnin sín lengi.

„Jæja krakkar, nú erum við vinahópurinn sem safnaði sér í langan tíma fyrir skíðaferð drauma okkar, á leið heim frá stórhættulega svæðinu Ischgl. Við viljum að allir viti að við erum búin að tilkynna okkur til samhæfingarstöðvar almannavarna, landlæknis,icelandair osfrv. osvr. Við erum öll á leið í sóttkví, enginn lasinn. Við tökum hlutskipti okkar mjög alvarlega þó allir séu mjög sjokkeraðir og daprir að fá ekki að hitta börnin okkar ótrúlega lengi. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eru í áhættuhóp að veikjast alvarlega af covid-19 og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þó að við höfum reynt að njóta lífsins og hlægja að hlutunum tökum við aðstæðum alls ekki léttvægt. Ást og friður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð