fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Árshátíðum frestað – Þessi fyrirtæki fóru að ráðum landlæknis – Ekkert skrall hjá Samorku

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. mars 2020 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fari svo að COVID-19 smit fari að berast manna á milli hér á landi kemur til greina, samkvæmt Landlækni, að grípa til víðtækari ráðstafana á borð við samkomubann. Tilfellum hefur farið ört fjölgandi og hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið sjálf af skarið með því að aflýsa stórum samkomum.

Árshátíðir fyrirtækja eru gjarnan algengar í kringum þennan tíma og hafa margir, íslenskir vinnustaðir hætt við sínar samkomur eða frestað þeim fram að hausti. Eftirfarandi fyrirtæki eru þeirra á meðal þeirra sem hafa nú afbókað sína sali.


Össur 

Stoðtækjaframleiðslufyrirtækið Össur frestaði sinni árshátíð fram á haust og fyrirtækið gaf út tilkynningu þar að lútandi Það þótti skynsamlegt því starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins ferðast til útlanda vegna vinnu sinn­ar. „Starfs­fólk hef­ur sýnt þessu skiln­ing en fyr­ir­tækið starfar á heil­brigðis­sviði og inn­an þess geira hef­ur að und­an­förnu verið gripið til auk­inna varúðarráðstaf­ana vegna kór­óna­veirunn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

 

Pósturinn

Árs­hátíð Pósts­ins, sem fara átti fram 21. mars, var einnig frestað í ótilgreindan tíma. Forstjóri Íslandspósts hefur fullyrt að enginn starfsmaður sé þar sýktur en óskynsamlegt væri að stefna fólki alls staðar að af land­inu saman í sal, sem gæti aukið líkur á útbreiðslu.  

 

Samorka

Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna veirunnar hafi verið ákveðið að skjóta fyrrnefndum ársfundi á frest. Þar að auki verði sýningu á vegum fyrirtækisins í Laugardalshöll á hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum, dagana 12.–15. mars. Sýningin hefur verið færð til októbermánaðar. 

 

Önnur fyrirtæki sem hafa slegið sínum viðburðum á frest vegna COVID-19

Orka Náttúrunnar

 

Samskip

 

Verk og Vit

 

Byko

 

Læknafélag Íslands

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“