fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

5 mannskæðustu faraldrarnir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. mars 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska veikin

Spænska veikin var inflúensufaraldur, mannskæðasta farsótt sem heimildir herma. Hún gekk yfir á árunum 1918 til 1919 og dró allt að hundrað milljónir manns til dauða, þar af tæplega fimm hundruð á Íslandi. Um var að ræða veirustofninn H1N1 innan inflúensu af A-stofni.

HIV-veiran

Eyðni eða alnæmi greindist fyrst árið 1981 í Bandaríkjunum, þótt sjúkdómurinn eigi rætur að rekja lengra aftur. Í framhaldinu geisaði alnæmisfaraldur og hafa um þrjátíu milljónir manna dáið vegna smits af HIV-veirunni til dagsins í dag.

Svartidauði

Svartidauði gekk yfir Evrópu á árunum 1331 til 1353. Svartidauði var oft kallaður pest eða plága og þurrkaði út á bilinu tuttugu til sextíu prósent íbúa í Evrópu, 20 til 200 milljónir manns.

Jústinía-plágan

Jústinía-plágan geisaði í austrómverska keisaradæminu á árunum 541 og 542 og olli sama bakterían plágunni og olli svartadauða mörgum öldum síðar. Sumir sagnfræðingar telja þessa plágu þá mannskæðustu og að 25 til 50 milljónir manns hafi látið lífið, 13 til 26 prósent íbúa heimsins. Aðrir segja þessar tölur ýktar.

Stóra drepsóttin

Dularfulli sjúkdómurinn „cocoliztli“ dró allt að 17 milljónir íbúa þess landsvæðis sem í dag heitir Mexíkó til dauða á árunum 1545 til 1548 og 1576. Um var að ræða sjúkdóm sem einkenndist af háum hita og blæðingum. Allt að 80 prósent íbúa landsvæðisins þurrkuðust út í faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn