fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Flóðhestar eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar valda íbúum í kólumbískum bæ miklum áhyggjum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. mars 2020 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fíkniefnabaróninn Pablo Escobar var á hátindi ferilsins á níunda áratugnum flutti hann fjóra flóðhesta til Kólumbíu til að hafa í einkadýragarði sínum í Hacienda Napoles norðvestan við höfuðborgina Bógóta. Þegar hann lést 1993 var mörgum dýrum úr dýragarðinum komið fyrir á nýjum stöðum eða aflífuð. Flóðhestarnir voru þó of stórir og dýrir í flutningi svo þeir voru einfaldlega skildir eftir. Þeir virðast hafa dafnað ágætlega því nú er talið að afkomundur þeirra séu orðnir um áttatíu talsins. Þeir lifa nú í og við Rio Magdalena, sem er mikilvægasta áin í Kólumbíu. Þeir eiga það til að ráfa inn í bæinn Doradal og það veldur íbúum þar áhyggjum enda engar smáskepnur hér á ferð og ekki þær skapbestu.

Í umfjöllun Sky um málið kemur fram að íbúar hafi þurft að læsa sig inni með börn sín til að forðast árekstra við flóðhestana. Einn íbúinn, Giver Cardona, varð fyrir því fyrr á árinu að aka mótorhjóli sínu á flóðhest morgun einn. Hann segist nú aka mjög hægt og gæta vel að sér í öllum beygjum. Ekki hafa borist fregnir af því að flóðhestarnir hafi ráðist á fólk en íbúar óttast að það muni gerast á endanum þar sem dýrunum hefur fjölgað mikið.

Þrátt fyrir að flóðhestar séu nánast eingöngu plöntuætur þá eru þeir eitt árásargjarnasta dýr jarðarinnar. Þeir geta bitið litla báta í tvennt og þeir verða um 500 Afríkubúum að bana árlega. Vísindamenn í Kólumbíu segja að flóðhestarnir ógni einnig gróðri og dýralífi á svæðinu. Síðar á árinu á að reyna að gera þá ófrjóa til að koma í veg fyrir frekari fjölgun þeirra. Óttast er að ef ekkert verður að gert muni fjöldi flóðhestanna fjórfaldast á næsta áratug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir