fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Vigdís hrósar sigri í skoðanakönnun – Verður hún næsti borgarstjóri?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæti Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, orðið næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Ef marka má skoðanakönnun Útvarps Sögu þá gæti hún orðið það.

Útvarp Saga greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni myndu vilja sjá Vigdísi sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur.

„Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík?“

Í könnuninni fékk Vigdís tæp 60% atkvæða. Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri Reykjavíkur fékk einungis 6,2% atkvæða. Það þarf þó að hafa það í huga að skoðanakannanir Útvarps Sögu ná þó ekki til jafn margra og aðrar skoðanakannanir sem teknar eru hér á landi. Það má því draga það verulega í efa hvort könnunin sé marktæk en einungis 649 greiddu atkvæði í könnuninni.

Vigdís sjálf virðist þó vera hæstánægð með könnunina en hún deilir niðurstöðunum á Facebook-síðu sinni. „Ég þakka kærlega fyrir traustið,“ segir Vigdís. „Ætla að standa undir væntingum.“

Niðurstaða könnunarinnar:

Vigdísi Hauksdóttur 58,4%

Eyþór Arnalds 15,7%

Kolbrúnu Baldursdóttur 10%

Sönnu Magdalenu Mörtudóttur 8,9%

Dag B. Eggertsson 6,2%

Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur 0,6%

Líf Magneudóttur 0,3%

Dóru Björt Guðjónsdóttur 0,2%

Alls voru greidd 649 atkvæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur