fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Kynning

SkonRokk tónleikaveisla í Silfurbergi og í Hofi 18. og 24. apríl!: „Lofum kynngimögnuðu kvöldi“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2020 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SkonRokk var í upphafi hugarfóstur trommuleikarans ljúfa Bigga Nielsen, sem leikið hefur með mörgum af vinsælustu hljómsveitum síðustu tveggja áratuga. Fyrsta giggið voru svakalegir rokktónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum, þar sem rokkað var „til heiðurs sjómönnum“.

 

Sleggjurnar í rokkinu

Í ár ætlum við að vera í Silfurbergi í Hörpu og í Hofi á Akureyri og setjum fókusinn svolítið á stelpurnar í rokkinu. Sigga Guðna og Stefanía Svavars verða með okkur, ásamt Bigga „Gildru“ Haralds, Stebba Jak og Magna.

Stefanía túlkar hér Janis Joplin.

Tónleikarnir verða haldnir 18. apríl kl. 20:00

Miðaverð: 7.900.-

Nældu þér í miða á þessa frábæru tónleikaveislu á tix.is!

Við munum á næstu vikum gefa óljósar vísbendingar inná Facebook síðunni okkar, en við viljum ekki ljóstra of miklu upp því að tónleikagestir verða að fá að upplifa á sjálfum tónleikunum. Við lofum hinsvegar gegjaðri upplifun og kynngimögnuðu kvöldi sem þú mátt ekki að missa af.

Síðustu ár hafa verið haldnir SkonRokkstónleikar í Reykjavík og á Akureyri og það nánast á hverju ári. Einnig hefur Hammondhátíðin á Djúpavogi verið heimsótt og Sjóarinn síkáti í Grindavík en segja má að heimavöllurinn hafi verið Höllin í Eyjum, en þar hefur hópurinn nánast verið á hverju ári frá upphafi og verkefnið orðið að gæluverkefni Bigga og Bjarna Ólafs (Dadda), sem rak Höllina í um áratug.

SkonRokkshópurinn 2017.
Einar og Sigurgeir.

SkonRokkshópinn í ár skipa:
Magni Ásgeirsson – söngur, Birgir Haraldsson – söngur,  Stefán Jakobsson – söngur, Stefanía Svavarsdóttir – söngur og Sigríður Guðnadóttir – söngur. 

Stebbi Jak.

Birgir Nielsen – trommur, Ingimundur Óskarsson – bassi, Stefán Örn Gunnlaugsson –hljómborð, Einar Þór Jóhannsson – gítar, Sigurgeir Sigmundsson – gítar,

Biggi Gildra fer á kostum.

Þetta verður sem sagt þéttur og hæfileikaríkur hópur sem á það sameiginlegt að elska ROKK þar sem töfrararnir verða til og töffararnir líka.

Magni og Co.

Umsjón: Stóra sviðið ehf

Kaupa miða á SkonRokk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7