fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 06:00

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Williams-Thomas, 49 ára fyrrum rannsóknarlögreglumaður, segir að hvarf Madeleine McCann verði væntanlega aldrei upplýst. Hann vann að rannsóknum margra mannshvarfa og ætti því að þekkja vel til slíkra mála.

Í nýrri bók sinni, Hunting Killers, segir Williams-Thomas að sú staðreynd að slökkt var á mikilvægri eftirlitsmyndavél þegar Madeleine hvarf geri að verkum að málið muni væntanlega aldrei leysast. Sá sem nam hana á brott muni væntanlega komast upp með afbrotið.

„Ránið á Madeleine McCann myndi ég setja í flokk óleysanlegra mála.“

Segir hann og bætir við:

„Ég held að Madeleine hafi verið fórnarlamb tækifærissinnaðs afbrotamanns og ekki hafi verið um skipulagt mannrán að ræða. Hún gekk út úr íbúðinni og rakst á þennan aðila. Málið hefur ekki verið leyst, einfaldlega vegna þess að slökkt var á mikilvægri eftirlitsmyndavél en það þýðir að ekki er hægt að bera kennsl á þann sem tók Madeleine.“

Hann segir að þrátt fyrir að foreldar Madeleine og margir aðrir vilji gjarnan fá svör við hvað gerðist maínóttina 2007 þegar Madeleine hvarf  þá sýni tölfræðin að málið verði líklegast aldrei upplýst. Hún var þriggja ára þegar hún hvarf. Hún var í fríi með foreldrum sínum og systkinum í Portúgal. Börnin voru skilin ein eftir í sumarleyfisíbúð á meðan foreldrarnir fóru á nálægan veitingastað með vinum sínum.

„Hinn sorglegi raunveruleiki er að líkurnar á að Madeleine sé enn á lífi eru ótrúlega litlar. Því miður er það svo að í nær öllum málum þar sem ókunnugir ræna börnum eru börnin dáin innan 24 klukkustunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað