fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Saka stjórnendur Hafró um möguleg lögbrot og ógnarstjórnun – Áréttingar um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunnar, sem jafnframt eru í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) segja að stjórnendur stofnunarinnar framkvæmi hluti eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög og sýni öðrum starfsmönnum vanvirðingu og viðhaldi ógnarstjórnun á vinnustaðnum.

Þetta kemur fram í bréfi frá FÍN til forstjóra Hafró sem sent var í síðustu viku og Morgunblaðið hefur undir höndum og greinir frá.

Mikið gekk á hjá Hafró í fyrra, en tíu manns var sagt upp og sögðu fjórir úr yfirstjórninni upp störfum, en í ályktun starfsmanna kom fram að um harkalegar uppsagnir hefði verið að ræða.

Ekki góður vinnustaður

Í bréfinu frá FÍN segir að félagsmönnum líði illa á vinnustaðnum. Þar sé starfsfólki hótað og „tekið á teppið“ ef það tjái sig um málefni Hafró og er nefnt að tjáningarfrelsi starfsmanna sé ekki virt.

Er stjórnunarstíllinn sagður ógnandi og einkennast af þöggun ágreinings, þegar hann kemur upp.

Þá er sérstaklega nefnt að ekki megi yfirmenn stofnunarinnar láta trúnaðarmann FÍN gjalda þess að hann sinni því starfi.

Þá er einnig bent á að stofnunin þurfi að setja sér verklag um hvernig beri að auglýsa laus störf hjá stofnuninni og gæta þurfi meiri nærgætni við uppsagnir.

Þá er þess krafist að unnið verði lögbundið áhættumat á stofnuninni, sé það ekki til staðar, og vísað er í lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og reglugerð um einelti.

Þá er einnig tekið fram að atvinnurekanda sé óheimilt að að leggja starfsmenn í einelti, og áreita starfsfólk kynferðislega og beita það ofbeldi.

Þá er sagt í bréfinu að stjórnendur þurfi að fá aðstoð við að verða betri stjórnendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki