fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Fólk gerir sér að leik að gefa Burger-inn eina stjörnu

Vaktstjóri þakkar stuðninginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna leikur fólk sér að því að gefa okkur 1 stjörnu á facebook án þess að vita mína hlið,“ skrifar Brynjar Arnarson, vaktstjóri á veitingastaðnum Burger-inn í Hafnarfirði, en hann lenti í deilum við viðskiptavin í síðustu viku sem gaf staðnum slæma einkunn. Hafa orðaskipti þeirra vakið mikla athygli.

Eins og DV greindi frá í síðustu viku var Jakub Clark ósáttur við matinn á Burger-inn en þangað fór hann og snæddi með tveimur vinum sínum. Jakub gaf matnum afar slaka einkunn á Facebook-síðu staðarins og skrifaði: „Allt var brennt, beikonið gæti mögulega brotið glugga, kjúklingaborgarinn þurr og brauðið orðið blautt af sósunni, starfsmaður slökkti ljós meðan við vorum að borða. Mæli ekki með!“

Þetta leiddi til mjög hraðra orðaskipta milli Jakubs og vaktstjórans Brynjars Arnarsonar sem benti á að Jakub og vinir hans hefðu klárað allan matinn sinn og ekki gert neina athugasemd á staðnum. Hin hörðu orðaskipti urðu til þess að Brynjar sá tilefni til að biðjast afsökunar á framgöngu sinni eins og DV greindi frá í annarri frétt.

Mótlætið styrkir okkur

Brynjar hefur nú stigið fram aftur og fer yfir málið í nýjum pistli á Facebook. Þar þakkar hann stuðning margra sem hann hefur fengið í þessari deilu en greinir jafnframt frá því að sumir geri sér nú leik að því að gefa Burger-inn aðeins eina stjörnu í einkunn síðan málið kom upp:

TAKK fyrir stuðninginn! Er mjög þakklátur fyrir þá sem nenna að lesa mína hlið.
Ég er búinn að læra verulega mikið í þessari viku og allt mótlæti er ætlað til þess að styrkja okkur í lífinu.

Seint á mánudagskvöld koma 3 strákar saman á BURGERINN og KLÁRA allan matinn sem þeir pöntuðu. Einn þeirra hann Jakub finnst ekkert sjálfsagðara en að gefa okkur 1 stjörnu og slæma umsögn á Facebook. Hann hafði fullan rétt til þess að drulla yfir okkur en það sem slær mig er að klára allan matinn og fara út án þess að segja orð. Hann hefði fengið gjafabréf eða afsökunarbeiðni inn á staðnum hefði hann talað við mig.

Jakub er tilbúinn að drulla yfir aðra en þá verður hann að vera tilbúinn að taka því að það sé drullað yfir hann. Ég hreinlega valtaði yfir hann og það voru MISTÖK. Ég notaði ljót orð sem virkuðu svona rosalega vel. Ég baðst afsökunar á því sem ég sagði strax daginn eftir og er ánægður að hafa gert það.

Núna leikur fólk sér af því að gefa okkur 1 stjörnu á Facebook án þess að vita mína hlið.

Lífið heldur áfram! Og munið: Þakklæti gerir lífið betra, það er mín skoðun. Er þakklátur fyrir skilninginn. Grillið er heitt frá 11 til 22 alla daga vikunnar á Burgerinn. Góða helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns