fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Tveir gamlir karlar keppa um að fá að fella gamlan karl

Egill Helgason
Mánudaginn 3. febrúar 2020 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sást í Úkraínumálinu að sá frambjóðandi Demókrata sem Donald Trump óttast mest er Joe Biden. Biden er kannski ekki sérlega aðlaðandi frambjóðandi en hann er, þegar öllu er á botninn hvolft, líklegastur til að geta sigrað Trump í lykilríkjunum þar sem úrslitin í kosningunum ráðast. Það skiptir ekki miklu máli hvernig atkvæðin í New York ríki eða Kaliforníu falla, Demókratar munu alltaf vinna þar – lýðræðið í Bandaríkjunum er orðið svo gallað að það eru úrslit í örfáum ríkjum sem allt veltur á. Gleymum ekki að Hilary Clinton fékk 2,87 milljón fleiri atkvæði en Trump í kosningunum 2016 en tapaði samt. Slíkt getur hæglega endurtekið sig.

Trump fór alla leið til Úkraínu til að reyna að ná taki á Biden. Í dag eru forkosningar hjá Demókrötum, þær fyrstu, í Iowa. Biden og Sanders eru taldir líklegastir til að sigra. Klárasti frambjóðandinn, Elizabeth Warren, er að heltast úr lestinni. Það er kannski satt sem sagt er að nokkuð sé í að Bandaríkjamenn kjósi konu sem forseta. Eftir eru þessir tveir karlar sem eru komnir langt undir áttrætt, Sanders 78 ára, Biden 77 ára. Það er svo tímanna tákn að þeir koma úr mismunandi örmum, Biden er hægfara, í raun hægri maður, en Sanders hikar ekki við að nota orðið sósíalismi. Þeir sem kjósa Sanders í forkosningum munu ekki endilega kjósa Biden í kosningunum sjálfum – og öfugt. Úr herbúðum Sanders eru þegar farin að heyrast hljóð um að flokkseigendafélagið hjá Demókrötum sé farið að reyna að bregða fæti fyrir hann.

Sú kenning er uppi að ólíkt Biden sé Sanders draumaandstæðingur Trumps og hans manna. Það verði auðvelt að eiga við hann í kosningunum. Þá verði mikið gert úr sósíalisma hans, að hann sé á móti amerísku „leiðinni“, að hann sé óþjóðlegur.

En svo er reyndar önnur kenning sem hljómar þannig að Sanders gæti höfðað til sömu óánægðu kjósenda og Trump vann á sitt band 2016. Að hinn nokkuð pópúlíski málflutningur hans og stór fyrirheit muni hljóma sætlega í eyrum þessara beisku kjósenda. Miðað við það er Biden auðvitað óttalegur kerfiskarl. Á móti kemur að Biden á mjög sterkan stuðning meðal svartra kjósenda, þar hefur Sanders átt erfitt uppdráttar, en hefur reyndar sótt á innan þessa hóps upp á síðkastið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum