fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Illugi fékk dularfullt umslag í pósti – Um var að ræða ómetanlega gjöf

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, fékk sent dularfullt umslag í pósti. Illugi greinir frá þessu sjálfur á Facebook-síðu sinni.

„Nú þykir mér týra!,“ segir Illugi í byrjun færslunnar. „Ég fékk sent í pósti umslag með tölvukubb inní og engu öðru. Engar vísbendingar um sendanda. Ég var hálf tortrygginn þegar ég setti kubbinn í tölvuna en þegar ég sá hvað þetta var datt af mér andlitið.“

Umslagið innihélt 95 þæti af útvarpsþættinum Frjálsum höndum sem Illugi sér um en þættirnir í umslaginu eru frá árunum 1988-2003. „Ég á ekkert af þessu sjálfur og veit að Ríkisútvarpið geymdi aðeins fáa þætti. Þetta eru því ómetanlegar heimildir, að minnsta kosti fyrir mig,“ segir Illugi.

„Ég er afar þakklátur og snortinn yfir þessari sendingu, og ef viðkomandi er á Facebook, þá má hann eða hún vita að þetta gleður mig mikið. Kannski ég laumi einum og einum þætti á Facebook ef þeir hafa elst sæmilega!,“ segir Illugi í lok færslunnar og þakkar fyrir sig.

Um þættina Frjálsar hendur segir á RÚV að Illugi spjalli þar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi. Þá les hann forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda