fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Beckham sendir Kobe fallega kveðju: „Kobe talaði alltaf um Vanessu og fallegu dætur sínar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem þekktu til bandaríska körfuboltamannsins Kobe Bryant hafa farið afar fögrum orðum um hann, en sem kunnugt er fórst Bryant í þyrluslysi í Kaliforníu í fyrradag. Þrettán ára dóttir hans, Gianna, og sjö aðrir voru um borð í þyrlunni og létust þau einnig í slysinu.

Kobe er einn besti körfuboltamaður sögunnar og sá fjórði í röðinni yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Kobe Bryant var ekki bara góður körfuboltamaður því hann þótti einnig einlægur utan vallar og var tilbúinn að láta gott af sér leiða.

David Beckham lék með LA Galaxy í Los Angeles og var duglegur að heimsækja leiki LA Lakers þegar Kobe var allt í öllu, á milli þeirra skapaðist vinátta.

,,Það hefur tekið mig marga klukkutíma að átta mig á því hvað ég á að skrifa, en orð mín munu aldrei geta lýst því hvernig mér líður eftir harmleikinn þegar Kobe lést. Þetta var sérstakstur íþróttamaður, eiginmaður, faðir og vinur,“ skrifar Beckham í kveðju til Kobe.

,,Að skrifa þessi orð er nógu erfitt, við misstum magnaða manneskja og líka fallega og hæfileikaríka dóttur hans, Gianna, það brýtur í mér hjartað.“

,,Þá vinnu sem Kobe lagði í fyrir íþróttina sína veitti mér innblástur, að spila í gegnum sársauka til að klára leiki eins og hann einn gat gert, gaf mér innblástur í að gera betur. Ég fór oft bara á leiki til að sjá þegar það væru 2 mínútur eftir á klukkunni, ég vissi að ég væri að fara að sjá eitthvað sérstakt.“

,,Kobe talaði alltaf um Vanessa og fallegu dætur sínar, hversu stoltur hann væri af þeim. Ástríða Kobe var, fjölskyldan og körfubolti. Hann ætlaði sér að kveikja áhuga hjá strákum og stelpum, til að ná árangri í íþróttinni sem hann elskaði. Hans arfleið lifir áfram, ást og bænir hjá fjölskyldu minni fara til Vanessa og barnanna hennar, til körfuboltafjölskyldu Kobe og til þeirra fjölskyldna sem misstu ástvin í þessu slysi.“

 

View this post on Instagram

 

It’s taken me hours to work out what to write and still my words won’t ever be enough to describe how I am feeling after the tragic loss of Kobe. This was one special athlete, husband, father and friend. Having to write these words is hard enough but also knowing we have lost an amazing human being and his beautiful and talented daughter Gianna is heartbreaking. The commitment Kobe showed to his sport was inspiring, to go through the pain and to finish a game off like only he could inspired me to try to be better. Sometimes I would only go to games just to watch that clock go down to the last 2:00 minutes knowing that we were about to witness something special. Kobe always talked about Vanessa and his beautiful girls and how proud he was of them. Kobe’s passion was his family and basketball. He was determined to inspire the next generation of boys and girls to embrace the sport that he loved. His legacy will live on. My family’s love and prayers go out to Vanessa and the girls, to Kobe’s basketball family, and of course to the families of those who were tragically lost with him yesterday… 💛💜

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“