Súperbygg hefur verið starfandi í byggingariðnaðinum allt frá árinu 1986. Fyrirtækið hefur mest unnið í viðhaldi húsa og nýsmíði sumarhúsa, en einnig tekið að sér fjölda sérverkefna. „Við sjáum um alla almenna smíðavinnu og tökum að okkur verkefni í hvers kyns nýbyggingum og viðhaldsverkefni. Þá erum við í góðu samstarfi við færa rafvirkja, pípulagningamenn, múrara og málara,“ segir Steinar Árnason, eigandi Súperbygg.
Lækjarbrekka 10.
Súperbygg er staðsett að Eyrarvegi 31-33 á Selfossi. „Mest erum við í því að sinna verkefnum á Selfossi og í nágrenni. Síðasta nóvember vorum við að klára að byggja sumarhús í Grímsnesinu fyrir Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Einmitt núna erum við að byggja mjög vandað parhús á Selfossi. Önnur íbúðin er fullbúin og íbúarnir fluttir inn og hin er stutt frá því að vera tilbúin.“
Hafðu samband
„Starfsmennirnir eru átta talsins að jafnaði, en þegar líða tekur á sumrið er meira að gera hjá okkur og ráðum við þá til okkar sumarstarfsmenn til þess að anna eftirspurn.“ Steinar bætir við að á veturna er mest að gera í inniverkum, viðhaldsverkum og við að setja upp innréttingar í nýbyggingar. „Núna er hins vegar góður tími að hafa samband við okkur ef menn hyggja á framkvæmdir í sumar. Þegar vorar fer dagskráin hjá okkur að fyllast hægt og bítandi fyrir sumarið. Það er því um að gera að hafa samband sem fyrst.“
Súperbygg, Eyravegur 31-33, Selfossi.
Sími: 845-1500
Nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðunni Súperbygg.
Fleiri myndir frá Lækjarbrekku syðri brú.