fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Reynir Trausta: „Reykjanesbraut er dauðagildra“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 17:15

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera búið að tvöfalda Brautina fyrir löngu í þágu allra landsmanna. Reykjanesbrautin er einhver fjölfarnasta þjóðbraut landsins og raunverulega tenging okkar við útlönd. Samt situr hún á hakanum og fólk deyr og slasast. Á sama tíma eru risaframkvæmdir í gangi víða um land þar sem borað er og sprengt fyrir offjár í þágu mun færri en eiga líf sitt og limi undir Reykjanesbraut,“

skrifar Reynir Traustason, fjölmiðlamaður og fyrrverandi ritstjóri DV,  í kjölfar banaslyss á Reykjanesbraut á sunnudag.

Hann lýsir reynslu sinni hvar hann sjálfur hefur komist í hann krappann:

„Reykjanesbraut er dauðagildra. Undanfarna mánuði hef ég ekið Reykjanesbraut nokkrum sinnum í viku. Í tvígang hef ég lent í háska á einfalda kaflanum við álverið þegar bílstjórar hafa tekið framúr og komið á móti mér á röngum vegarhelmingi,“

segir Reynir og heldur áfram:

„Í öðru tilvikinu var um að ræða leigubíl sem var á lífshættulegri hraðferð. Það munaði hársbreidd að hann kæmi framan á mig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Annar háskakafli er eftir að komið er úr austri að hringtorginu í Reykjanesbæ. Þar eftir er vegurinn einfaldur og þar með slysagildra.“

Reynir er gagnrýndur í athugasemdakerfinu fyrir að tala niður framkvæmdir á landsbyggðinni, það sé vel hægt að bæta samgöngur þar án þess að Reykjanesbraut sitji á hakanum. Þá er einnig nefnt að ríkið ráðstafaði almannafé til að gera veg og göng fyrir kísilbræðsluna á Bakka við Húsavík, sem aðeins er ætluð starfsmönnum hennar:

„3.5 milljarðar sem nýst hefðu til nauðsynlegra vegbóta fóru í þá vitleysu.“

Tvöföldun lýkur í nóvember

Unnið hefur verið að tvöföldun á kafla Reykjanesbrautarinn síðan um mitt síðasta ár. Sá kafli er þó aðeins rúmlega þrír kílómetrar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót og eru áætluð verklok í nóvember samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar.

Sá kafli nær hinsvegar ekki yfir þá staði sem Reynir nefnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“