Það fór fram stórleikur í gær er Manchester United fékk granna sína í Manchester City í heimsókn. Um var að ræða leik í enska deildarbikarnum en liðin eiga eftir að spila á Etihad vellinum, heimavelli City. City er þó í mjög góðri stöðu fyrir þann leik eftir að hafa unnið 3-1 útisigur í kvöld og nokkuð sannfærandi.
Öll mörk City komu í fyrri hálfleik en þeir Bernardo Silva og Riyad Mahrez skoruðu fyrstu tvö. Það var heppnisstimpill yfir þriðja markinu en Andreas Pereira fékk þá boltann í sig og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. United tókst að laga stöðuna í 3-1 með marki frá Marcus Rashford en það dugði ekki til og lokastaðan, 1-3.
Krísan heldur áfram að aukast hjá Ole Gunnar Solskjær, en félagið er nú orðað við marga leikmenn til að hjálpa félaginu aftur á lappirnar.
Sky Sports hefur tekið saman alla sem eru orðaðir við félagið.
Þessir eru orðaðir við United:
Fabian Ruiz, Napoli [Daily Star]; Christian Eriksen, Tottenham [Daily Mirror]; Jadon Sancho, Borussia Dortmund [Daily Mirror]; Eduardo Camavinga, Rennes [L’Equipe]; Dejan Kulusevski, Atalanta [Manchester Evening News]; Dries Mertens, Napoli [Daily Mail]; Emre Can, Juventus [Calciomercatio]; Arturo Vidal, Barcelona [Daily Mirror]; Jack Grealish, Aston Villa [Daily Mirror]; Moussa Dembele, Lyon [Daily Mail]; Ricardo Pereira, Leicester [Daily Mail]; Richarlison, Everton [Daily Mail]; Dominic Calvert-Lewin, Everton [The Sun], Ricardo Pereira, Leicester [Daily Express]. Emre Can, Juventus [Daily Mail]. Sean Longstaff, Newcastle [Daily Mail], Toni Kroos, Real Madrid [Sun]; Todd Cantwell, Norwich [Daily Mail].