Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City finnur til með Marcus Rashford framherja Manchester United. Hann telur að hann gæti gert margt vitlausara en að ganga í raðir Manchester City.
Rashford skoraði í 1-3 tapi gegn City í gær en hann hefur skorað 17 mörk á þessu tímabili.
,,Ég finn til með Rashford, ef hann væri í City þá væri hann að skora 40 mörk á tímabili. Þeir líta stundum vel út í skyndisóknum með Martial, Jes og Lingard,“ sagði Richards.
,,Stundum virkar sú aðferð ekki, skoðið muninn á miðsvæði United og City. Fyrsta sem Kevin de Bruyne gerir er að senda boltann, fram völlinn.“
,,United spilar iðulega örugga leiðina af miðsvæðinu, vilja ekki gera mistök. Fyrsta sem miðjumenn City gera er að leita að sóknarmönnum liðsins.“