Newcastle vill fá Ryan Babel til félagsins frá Galatasaray en frá þessu greinir Eurosport.
Þessi 33 ára framherji er einnig á óskalista Ajax en hann er til sölu í Tyrklandi. Steve Bruce vill fá Babel til félagsins.
Babel lék á Englandi með Liverpool og Fulham og gæti komið aftur í deild þeirra bestu nú í janúar.
Newcastle hefur átt í vandræðum með að skora mörk og Babel gæti leyst þann vanda, hann hefur verið öflugur með hollenska landsliðinu síðustu mánuði.
Babel ólst upp hjá Ajax og það gæti heillað hann að snúa aftur heim frekar en að fara í fallbaráttu á Englandi.