fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sigurjón hló ekkert að Sóla Hólm – Svo leit hann á fótlegginn og fattaði hvers vegna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Miðjunnar, greinir frá skelfilegri upplifun sem hann varð fyrir á dögunum á vefsíðu sinni. Hann fattaði á miðju uppistandi með Sóla Hólm að hann væri með blóðtappa. Til að bæta gráu ofan á svart þá var sú móttaka sem hann fékk á Læknavaktinni ekki til fyrirmyndar.

„Ég og Kristborg vorum að fara á uppistand hjá Sóla Hólm í kjallaranum í Hard Rock. Lögðum bílnum í stæði við hinn fræga Klausturbar.  Ég kenndi mér meins á göngunni frá bílnum. Var orðinn draghaltur þegar við komumst á áfangastað.. Uppistandið byrjaði. Fólk hló og hló. En ekki ég. Mér leið ekki vel. Vildi samt ekki trufla Kristborgu. Gafst upp í hléinu og sagðist finna mikið til. Hún leit á fótlegginn og sá að fótleggurinn hafði þanist svo mikið út að við lá að hann sprengdi buxurnar utan af sér. „Þú ert með blóðtappa,“ sagði Kristborg sem er reyndur og öndvegis sjúkraliði. Úr varð að við yfirgáfum Sóla og skemmtunina. Ég vildi ekki beint á bráðadeildina,“ segir Sigurjón.

Hann fór því á Læknavaktina. „Þá var búið að  biðja fólk um koma ekki þangað nema í neyð. „Þetta er neyð,“ sagði Kristborg en gaf eftir og ók mér á Læknavaktina. Lækninum þar var brugðið. Vildi kalla á sjúkrabíl. Sem ég aftók. Hann skrifaði bréf til bráðavaktarinnar sem við sýndum þegar þangað var komið. Við tók bið. Fyrst á neðri hæðinni og svo á efri hæðinni. Loks var ég sóttur og farið með mig á röntgendeildina. Þar tók á móti mér fínn læknir. Kona sem spjallaði við mig meðan hún myndaði,“ segir Sigurjón.

Þar þurfti Sigurjón þó að biðja dágóða stund. „Að  því loknu sagði hún að ég yrði sóttur. Ég spurði hvað hefði komið í ljós. „Þú ert með  blóðtappa í hnésbótinni,“ sagði hún og sagðist senda niðurstöðurnar til þess læknis sem átti að annast mig. „Takk fyrir,“ sagði ég. Kristborg varð ekki hissa. Hún vissi hvað var. Svo kom að biðinni löngu. Ég fann drjúgt til. Við biðum og biðum  og biðum,“ segir Sigurjón.

Að lokum kom læknir en skilaboð hans voru furðuleg. „Loks kom læknirinn. Hann var ákveðinn og sagði að ég mætti fara heim. „Fara heim,“ sögðum við hjónin einum kór. „Já, þú mátt bara  fara,“ sagði hann.  Ég spurði; „…á ég að taka blóðtappann með mér?“ „Hvaða blóðtappa ert þú að tala um,“ spurði læknirinn.. „Nú þann sem sást á röntgenmyndunum,“ sagði ég. „Ertu með blóðtappa,“ stamaði læknirinn upp úr sér og yfirgaf herbergið þar sem við vorum. Ég var síðan hafður á  sjúkrahúsinu þá um nóttina. Ég hef náð bata. En hvað, ég hefði ekki spurt röntgenlækninn og ekki spurt hinn hvort ég ætti að taka blóðtappann með mér, þegar hann sagði mér að fara heim, já hvað þá?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst