Það stefnir allt í það að Luka Modric muni yfirgefa Real Madrid á næstunni en hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum.
Modric hefur áhuga á því að klára feril sinn í Bandaríkjunum en hann er 34 ára gamall.
Möguleiki er á því að Modric fari til Bandaríkjanna í sumar en hann er með tilboð frá tveimur félögum þar.
DC United vill fá Modric sem stjörnu liðsins, eftir að Wayne Rooney yfirgaf félagið undir lok síðasta árs.
Þá vill David Beckham fá Modric til Inter Miami en félagið hefur leik í MLS deildinni í ár og ætlar sér stóra hluti.