Paul Pogba miðjumaður Manchester United fór í aðgerð á ökkla í dag og verður frá næstu vikurnar.
Franski miðjumaðurinn lék tvo leiki með United eftir langa fjarveru, áður en hann fór aftur undir hnífinn.
Það voru læknar Pogba en ekki United sem ráðlögðu honum að fara undir hnífinn, félagið samþykkt það að lokum.
Pogba hefur viljað fara frá United síðustu mánuði en ekki fengið það í gegn, hann hefur lítið hjálpa liðinu innan vallar.
Flestir búast við því að Pogba fari næsta sumar en hann ætti að geta spilað í lok janúar ef aðgerðin heppnast vel.