fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Solskjær hefur ráðlagt Lingard að minnka notkun á Instagram: Vill sjá hann skora og leggja upp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að fólk muni sjá minna af Jesse á samfélagsmiðlum en það hefur áður gert,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United um Jesse Lingard. Miðjumaðurinn hefur fengið harkalega gagnrýni síðustu mánuði.

Hann spilar framarlega á vellinum en hefur ekki skorað eða lagt upp í langan tíma, Solskjær telur að Lingard sé að vinna í sjálfum sér til að komast aftur í gang. ,,Hann hefur sett hausinn niður, hann leggur mikið á sig til að verða sá Jesse sem ég þekki.“

,,Jesse hefur farið upp og niður, við sáum gegn Manchester City og Tottenham hversu mikilvægur hann getur verið. Við viljum sjá hann skora og leggja upp, það hleypur enginn meira en Jesse. Hann er frábær í að pressa og er líflegur karakter.“

Hann ræddi um hvað hann vill sjá leikmenn sína gera við samfélagsmiðla. Lingard hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir að gera lítið innan vallar  á sama tíma og hann er mikið á samfélagsmiðlum.  ,,Það er hluti af því að vera leikmaður Manchester United, að koma vel fyrir.“

,,Það er mikilvægt að leikmenn komi vel fyrir og séu jákvæðir, ég ræði við leikmenn um hvernig þeir geri þessa hluti. Ég er ekki á samfélagsmiðlum, þetta er önnur kynslóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu