Mohamed Salah er launahæsti leikmaður Liverpool með 200 þúsund pund í laun á viku, hann fær rúmar 10 milljónir punda í árslaun. Salah þénar því um 32 milljónir í hverri viku. Sportrac birtir lista yfir þetta.
Þar á eftir koma Roberto Firmino og Virgil van Dijk sem báðir eru með 180 þúsund pund á viku.
Jordan Henderson og James Milner eru næstir í röðinni með 140 þúsund pund á viku, Naby Keita kemur þar á eftir.
Það vekur mikla athygli, en samkvæmt lista Sportrac er Adam Lallana með hærri laun en Sadio Mane.
Lista yfir þetta má sjá hér að neðan.