fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Sævar lokar Leonard eftir 30 ára rekstur: „Ungt fólk kaupir nær allt af netinu í dag“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skartgripaversluninni Leonard verður lokað um aðra helgi eftir 30 ára rekstur í Kringlunni. Sævar Jónsson, stofnandi og eigandi verslunarinnar, segir við Morgunblaðið í dag að verslunin muni færa sig yfir á netið í ljósi breyttra neysluvenja neytenda.

„Maður sér það á ferðalögum erlendis og almennt í uppgjörum síðustu ára að margt hefur breyst. Fólk er farið að kaupa þessar vörur mikið á netinu beint frá útlöndum. Við höfum verið mikið í merkjavöru, og stærri framleiðendur eru farnir að opna sínar eigin verslanir. Það þýðir að framlegð okkar hefur minnkað, og kostnaður aukist. Áhugi framleiðenda á dreifingu til verslana í minni löndum eins og Íslandi hefur líka minnkað mikið. Þeir vilja frekar sleppa milliliðum, auk þess sem þeir selja sjálfir mikið á netinu. Það er ekkert gaman fyrir mann að standa í einhverjum búðarleik ef maður hefur ekkert út úr því,“ segir Sævar við Morgunblaðið.

Sævar segir nefnir að börn hans fjögur hafi unnið í búðinni, ýmist í fullu starfi eða í hlutastarfi samhliða námi. Þau hafi opnað augu hans fyrir því hvað unga kynslóðin er að hugsa.

„Ungt fólk kaupir nær allt af netinu í dag. Þetta hefur áhrif á mann. Ég er mjög bjartsýnn á netverslunina okkar og hef fulla trú á að hún eigi eftir að vaxa og dafna. Þar munum við bjóða áfram flest þau vörumerki sem eru í dag í búðinni. Fólk þarf því ekki að örvænta þótt verslunin hverfi á braut,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni