fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Vonar að einhver bjóði sig fram gegn Guðna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 08:35

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Mynd-forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki dónaskapur við sitjandi forseta að bjóða sig fram, þvert á móti; það er dónaskapur að gefa manninum ekki kost á að reyna að ná meirihluta kjósenda.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann hygðist gefa kost á sér í embættið að nýju. Guðni var kjörinn forseti árið 2016. Ef Guðni fær mótframboð í embættið verða forsetakosningar haldnar þann 27. júní næstkomandi. Ef Guðni fær ekki mótframboð verður hann settur í embættið án kosninga.

„Nú þegar Guðni Th. hefur lýst yfir framboði vona ég, sem hugheill áhugamaður um kosningar, að einhver láti sig hafa það og bjóði sig fram á móti honum. Það væri gaman að fá alþýðukona að vestan, einstæða atvinnulausa fiskverkakonu, fórnarlamb kvótakerfisins, eða héraðshöfðingja að norðan, sem lofar að flytja embættið frá Bessastöðum að Hólum. Það væri gaman að fá kosningar með stéttar- eða landshlutavinkli,“ segir Gunnar Smári sem útskýrir þessa afstöðu sína í umræðum undir þræðinum.

„Ég er að biðja um fólk í æðstu embætti sem þekkir af reynslu líf fólksins í landinu, þess sem er fast í basli og striti. Það er nóg af fólki sem hefur skoðanir á þessu, það vantar reynsluna ef við ætlum að breyta einhverju,“ segir hann og bætir við:

„Guðni hefur mikið mennta- og félagslegt kapítal og hefur því meira vald en þau sem ekki eiga slíkt, eru án menntakapítals, félagslegs kapítals og peningalegs kapítals.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi