fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025

Myndin sem breytti öllu – Missti 38 kíló: „Þetta gerði mig ákveðna“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Gibbons, frá Ludlow í Bretlandi, ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún sá „hræðilega“ mynd af sér frá fyrstu jólum sonar síns. Hún var vön að forðast myndavélina eins og heitan eldinn eftir að hún þyngdist í kjölfar meðgöngu. Hún var um 100 kíló jólin 2018 og glímdi við mikið fæðingarþunglyndi sem gerði það að verkum að hún sótti huggun í sætindi og kex.

Kate segir frá myndinni sem breytti öllu fyrir hana. Myndinni sem lét hana breyta um lífsstíl og missa 38 kíló. News.au fjallar um sögu Kate.

Kate og maki hennar John.

„Ég þyngdist um 25 kíló þegar ég var ólétt, en ég léttist ekki eftir að barnið fæddist því ég var með fæðingarþunglyndi og borðaði tilfinningar mínar,“ segir hún.

„Það er erfitt fyrir mig að útskýra hvernig mér leið, en þetta var skelfilegur tími – þú átt að elska barnið þitt strax og vilja sýna heiminum hann. Ég elskaði hann, en ég hafði ekki þessar rosalegu tilfinningar sem ég átti að vera með, og mig langaði að vera heima hjá mér með dregið fyrir gluggana. Ég borðaði allt sem var sætt og mikið af örbylgjuhituðum mat þar sem ég hafði ekki tíma til að elda með nýfætt barn.“

Myndin umrædda frá jólunum 2018.

Kate segist ekki hafa áttað sig á hversu mikið hún hafði þyngst fyrr en kærasti hennar, John, grátbað hana um að fá að taka jólamynd af henni og syni þeirra.

„Ég fór að hágráta þegar ég sá myndina. Ég átti erfitt með að trúa að þetta væri ég. Eftir að hafa grátið borðaði ég 3000 kaloríur til að láta mér líða betur, sem var kvöldmaturinn minn, súkkulaði, kex og allt sem ég gat sett upp í mig,“ segir Kate.

Kate í dag.

Eftir hátíðarhöldin byrjaði hún að fylgja Cambridge Weight Plan og hefur ekki litið til baka síðan.

„Ég hef alltaf prófað alls konar mataræði og farið margoft í megrun, en það var alltaf hægt að svindla. Ég þurfti eitthvað mun strangari. Cambridge Weight Plan hefur hjálpað mér að breyta lífsstíl mínum til hins betra. Ég hef auðveldlega misst 38 kíló þar sem ég er að borða hollar máltíðar sem eru líka góðar,“ segir hún.

„Myndin gerði mig ákveðna og gerði það að verkum að ég leyfði engum sætindum að snerta varir mínar.“

Kate segir að sjálfstraust hennar hefur aukist verulega og segist ekki ætla að fela sig fyrir myndavélinni þessi jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref

Celtic sagt horfa til Liverpool – Gæti tekið mjög óvænt skref
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
433
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma í fýlu

Donnarumma í fýlu
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Luke Littler með ráð fyrir United: ,,Þurfum að taka hann af þeim“

Luke Littler með ráð fyrir United: ,,Þurfum að taka hann af þeim“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.