Mjólkurlítrinn hækkar í verði um áramótin um þrjár krónur og fer hann þar með úr 132 krónum í 135 krónur. Verðlagsnefnd búvara ákvarðar þetta.
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar, að síðast hafi verið hækkað þann 1. september 2018. Síðan þá er verðbólga 4 prósent.
„Á þessum tæplega eina og hálfa ári sem síðan er liðið hafa gjaldaliðir í rekstri kúabænda hækkað um 5,9% og vinnslu- og dreifingarkostnaður um 5,2%. Hækkunin er því innan við helmingur þess sem þarf, svo fylgt sé verðlagsþróun,“ segir hann.