fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Hald lagt á mikið magn fíkniefna á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. desember 2019 08:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur lögreglan lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra og árin þar á undan. Á fyrstu tíu mánuðum ársins var lagt hald á 54 kíló af amfetamíni og 35 kíló af kókaíni. Áætlað söluverðmæti efnanna er rúmlega 650 milljónir. Við þetta bætist að hald hefur verið lagt á töluvert magn fíkniefna til viðbótar í nóvember og desember.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að á síðasta ári hafi verið lagt hald á tæplega 5 kíló af amfetamíni og 2017 hafi verið lagt hald á 13,5 kíló. Á síðasta ári lagði lögreglan hald á 18,5 kíló af kókaíni en 35 kíló á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Mikill munur hefur verið á milli ára á því magni amfetamíns sem lögreglan hefur lagt hald á en ákveðinn breyting varð þar á 2017. Frá 2008 til 2016 var aldrei lagt hald á meira en 10 kíló á ári. 2017 var magnið 27 kíló og 18,5 kíló á síðasta ári. 35 kíló höfðu verið haldlögð á fyrstu tíu mánuðum yfirstandandi árs.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að söluverðmæti amfetamínsins og kókaínsins, sem hefur verið haldlagt til þessa á árinu, sé um 650 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú