Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum tímanum var akstur 16 ára ökumanns stöðvaður á Miklubraut. Það þarf varla að taka fram að hann hefur ekki náð tilskildum aldri til að fá ökuréttindi. Í bifreiðinni voru auk ökumannsins þrír farþegar sem allir eru 16 ára.
Á þriðja tímanum höfðu lögreglumenn afskipti af manni í Bústaðahverfi. Sá er grunaður um að brot á vopnalögum.