fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Hvetur til niðurskurðar hins opinbera – „Eigi ekki illa að fara“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýjar tölur Hagstofunnar benda til skuggalegrar þróunar á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem ber heitið Öfugþróun hjá hinu opinbera.

Þar er rakið hvernig launþegum hafi fækkað í október miðað við á sama tíma í fyrra, um 1.8 prósent, meðan fólksfjölgun eigi sér stað.

„En þetta er ekki eina áhyggjuefni, heldur ekki síður hitt, að á sama tíma og þetta gerist fjölgar þeim verulega sem starfa hjá hinu opinbera, eða um rúmlega 4%. Þetta felur líka í sér að fækkunin í einkageiranum er enn meiri en sú 1,8% fækkun sem áður er nefnd, því að inni í þeirri tölu er fjölgunin hjá hinu opinbera. Fækkun launþega hjá einkageiranum nemur rúmum 4%, eða um það bil sömu hlutfallstölu og fjölgunin hjá hinu opinbera,“

segir leiðarahöfundur og hvetur til að ríkið og sveitarfélögin endurskoði starfsemi sína í grundvallaratriðum, en það þýðir á mannamáli að skera þurfi niður og fækka störfum í nafni hagræðingar.

„Augljóst má vera að ekki getur gengið að æ fleiri starfi hjá hinu opinbera á sama tíma og störfum í einkageiranum fækki. Þessari þróun verður að snúa við og til þess þarf hugarfarsbreytingu hjá kjörnum fulltrúum, bæði hjá ríki og sveit.“

Vítahringur

Leiðarahöfundur bætir við að fjölgun ríkisstarfsmanna gerist ekki í tómarúmi:

„Starfsmönnunum þarf að greiða laun og þeir fjármunir sem til þess eru nýttir koma af skattfé. Fjölgun opinberra starfsmanna felur því í sér hærri skatta og hærri skattar draga máttinn úr einkageiranum sem verður til þess að störfum þar fækkar. Hið opinbera er þess vegna að búa til vítahring með sífelldri fjölgun opinberra starfsmanna og verður að grípa til aðgerða eigi ekki illa að fara.“

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni í dag mældist atvinnuleysi 4.3 prósent í nóvember og hefur atvinnuleysi hækkað um 0.7% milli ára.

Því voru um 8.200 manns atvinnulausir í síðasta mánuði, en atvinnuþátttaka hefur minnkað um þrjú prósentustig og hlutfall þeirra sem eru starfandi minnkað um 3.5 prósentustig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar